Hverjir eru kostir við að fjárfesta í svalaskjóli?
Svalaskjól eru frábær leið til varðveislu og aukinna orkunýtingu, sú orka sem nýtt er í að hita upp húsið varðveitist innan rými svalaskjólsins, einnig nýtir svalaskjólið náttúrulega orku frá sólinni sem sparar þér kostnað á upphitun.
Svalaskjól minnkar óhljóð
Stundum er gott að geta farið út á svalir og slaka á, svalaskjólið veitir öryggi og dempar hljóð og truflanir frá umhverfinu.
Eykur líftíma og langtíma verðgildi eignar
Óhjákvæmilegt er að komast hjá daglegri veðrun bygginga og framkvæmdum sem kunna að skella á en svalaskjól viðheldur virði eignarinnar og takmarkar veðrun svo kostnaðarsamar framkvæmdir koma síður fyrir.
Eykur öryggi
Svalakjól getur aukið öryggi fyrir þá sem búa á jarðhæð og jafnvel fjölbýli þar auðvelt er fyrir suma að klifra. Ef svalir hafa verið notaðar til geymslu á ýmsum hlutum er svalalokun frábær lausn.
Það kannast flestir við það að svalirnar eru lítið notaðar á veturna og lítið sem ekkert notaðar þegar veðrið er slæmt. Við uppsetningu á svalaskjóli hámarkar þú nýtingu fermetrafjölda eignarinnar og nýtir svalirnar allt árið um kring, þannig getur þú notið matarboða, kaffiboða og annað sem skemmtilegra er að njóta með náttúruna í bakrunninum án þess að veðrið sé takmörkun og rigninginn verður notaleg í stað þess að eyðileggja stemmninguna.
Svalaskjól gerir einnig sumarið notalegra þar sem þú getur notið náttúrulegrar birtu án skordýraumgangs eða vinds.
Verðgildi eignar hækkar þar sem eignin verður ekki fyrir leka frá svölum og takmarkar einnig veðrun. Svalaskjól mun láta eignina líta betur út og sparar þér einnig til langtíma litið í formi minnkunar á framkvæmdakostnaði vegna veðrunar, almennt varmatap/upphitun íbúðar og er hagstæð leið til þess að hámarka nýtingu fermetrafjölda eignarinnar þar sem svalirnar verða ekki lengur lúxus eftir veðri heldur lúxus allt árið um kring.
Kostir svalaskjóla
- Eykur verðgildi eignar
- Minnkar veðrun eignar
- Minnkar varmatap
- Eykur nýtingu svala allt árið um kring
- Hljóðdempun
- Hagstæð sem hámarkar nýtingu fermetrafjölda eignarinnar
- Minnkar skordýraumgang
Hvað kostar svalaskjól?
Erfitt er að segja um nákvæmt verð fyrir svalaskjól, best er að hafa samband við sérfræðing sem greinir þau atriði sem gerir hvert og eitt verkefni frábrugðið öðru, hinsvegar getur þú yfirfarið ákveðin atriði og fengið betri hugmynd um hvort verkefnið sé stærra eða smærra, þú getur svo spurt sérfræðinga þeirra mat út frá þessum upplýsingum.
- Hver er fermetrafjöldi svalanna?
- Úr hvaða efni vilt þú fá svalalokanirnar?
- Viltu þú geta opnað, rennt eða alfarið hafa lokað fyrir svalirnar?
- Hversu margar einingar vilt þú?
Með svarið við þessum spurningum getur þú fengið nákvæmara svar frá sérfræðingi, við bjóðum upp á þjónustu í að meta verkið á staðnum, þá er tekið mál af öllu sem krefst til að hefja verkið, þar með talið tilfallandi atriði sem dæmi handrið, stærð og annað.
Þú getur haft samband í gegn um:
email: skelinehf@skelinehf
síma: 578-6300